Lýsingarorð Elías Guðmundsson er afar greindur, meinfyndinn og kaldhæðinn drengur sem býr á Ríghálsi í Reykjavík. Hann á fremur venjulega foreldra, að því undanskildu að þau hafa af honum stöðugar og margvíslegar áhyggjur og hljóma þess vegna hálf hlægilegir. Í texta bókarinnar hljómar Elías eins og hann viti betur en foreldrar sínir – hann kemur í raun fram við þau og talar við þau eins og kjánaleg börn. Þetta er eitt af því skemmtilegasta við stílinn í bókinni; hvað Elías virkar fullorðinslegur, jarðbundinn og raunsær í samanburði við foreldra sína. Undirstrikuðu orðin hér í kaflanum þekkir þú. Þetta eru lýsingarorð og þau eru bráðnauðsynleg í tungumálinu. Bæði eru þau mikilvæg til að lýsa útliti hluta, vera og fyrirbæra og eins þegar verið er að glæða hið sama lífi. Lýsingarorðin hér að ofan segja okkur t.d. ekkert um útlit Elíasar og foreldra hans, en þau segja okkur samt heilmikið um hvernig persónur þau eru. 67 2. Flettu undirstrikuðu orðunum í textanum upp í orðabók og skráðu merkingu þeirra. Skilur þú betur lýsinguna á Elíasi þegar þú hefur flett upp merkingu orðanna? 3. Það er verið að reisa nýtt hverfi og götunafnanefnd vantar tillögur að nýjum götuheitum. Sendu inn eins margar hugmyndir og þú getur! 4. Hægt er að lýsa fólki á margan hátt, s.s. með því að fjalla um útlit þess, skapgerð, hæfileika og fas. Flokkaðu orðin hér fyrir neðan í viðeigandi flokka: útlit, skapgerð, hæfileikar og fas: dökkhærð sorgmæddur prúður lagviss glaðvær handstór dreyminn örg útsjónarsöm áræðin herðabreiður sparsamur skynsöm illgjarn grobbin tileygð fótafimur kjarkmikil listræn tillitssamur hæglátur lágvaxin félagslyndur skuggalegur innskeifur viljasterk hraðlæs samvinnuþýð trúgjörn snöggur Kíktu á malid.is!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=