Kveikjur

Málfræðimoli um lýsingarorð Lýsingarorð lýsa verum (litskrúðugt fiðrildi), hlutum (stórt grjót), hugtökum (eilíf ást) og athöfnum (löng og erfið fjallganga). Heimurinn er stútfullur af alls kyns fyrirbærum og rétt eins og fornöfn eru lýsingarorð notuð til að einfalda okkur hlutina og aðgreina einn hlut frá öðrum. Lýsingarorð eru auðvitað líka notuð til að raða hlutum og fyrirbærum í eins konar stigveldi út frá okkar eigin smekk, viðhorfum eða tilfinningu – það er t.d. mikill munur á því að vera góður, betri og bestur, er það ekki? Flókið samtal: Dísa: „Pabbi! Veistu um bolinn minn?“ Pabbi: „Hvaða bol?“ Dísa: „Þennan sem nær fram á úlnliðinn.“ Pabbi: „Já, líttu á þvottasnúrurnar. Hann hangir þar.“ Dísa: „Nei, pabbi, þetta er ekki hann. Sá sem ég er að leita að er öðruvísi, hann liggur að maganum og bakinu og nær fram á úlnliðinn og upp að hálsi. Liturinn er líka öðruvísi.“ Pabbi: „Nú, athugaðu hvort hann er í þurrkaranum.“ Einfalt samtal: Dísa: „Pabbi! Veistu um svarta, langerma, þrönga bolinn minn?“ Pabbi: „Nei, ég veit það ekki! Ertu búin að leita þar sem þú lagðir hann frá þér síðast?“ 66

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=