Kveikjur

65 halda í höndina á mér. Og sat og hélt og horfði á mig eins og í sorglegri mynd. Það fór hrollur um mig af hræðslu. „Er ég að deyja?“ spurði ég. Þau urðu voða asnaleg í framan. „Nei, það held ég ekki,“ sagði pabbi. Ég róaðist pínulítið, en þá bætti hann við: „En við getum ekki lofað neinu.“ Mér brá svo að ég klauf fiskibolluna með gafflinum. „Það fer allt eftir þér, Elías minn,“ hélt pabbi áfram. „Ef þú ferð varlega í umferðinni og ert ekki að klifra í mannlausum byggingum …“ „ … og manst að bursta í þér tennurnar,“ skaut mamma inn í. „ … og gerir ekkert sem getur stofnað lífi þínu í hættu þá ættirðu að geta orðið fjörgamall.“ Ég horfði dálítið á þau og sagði svo í þykjustunni alvarlega: „Sem sagt, ef það kemur ægilegur jarðskjálfti þá fer ég bara fram á bað og bursta í mér tennurnar og þá kemur ekkert fyrir mig?“ Pabbi ýtti með fætinum í mömmu undir borðinu. Ég stóð upp og setti diskinn minn yfir að vaskinum. „Svo kemur það í blöðunum: „Ungur drengur bjargast í náttúruhamförum vegna góðrar tannhirðu.“ Sennilega verður svo búið til veggspjald með mynd af Elíasi með tannburstann og skip að sökkva og fjöll að hrynja og allt í klessu, nema Elías. Ég er farinn að bera út blöðin með Simba.“ „Þú bu …“ sagði mamma og pabbi fór að hlæja. Ég fór og burstaði tennur. Ungur drengur bjargast í náttúruhamförum vegna góðrar tannhirðu Verkefni um Elías, vini hans og vandamenn • Hvers konar sögumaður er Elías? Hvað veistu um hann eftir þennan kafla? • Hvenær heldur þú að þessi saga eigi að gerast? Af hverju heldurðu það? Af hverju er Simbi kallaður Simbi snari og Magga kölluð Magga móða? • Af hverju brást pabbi Elíasar öðruvísi við þegar hann brákaði á honum ristina? Finnst þér stundum eins og aðrar reglur gildi fyrir börn og fyrir fullorðna? Nefndu nokkur dæmi. 1.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=