Kveikjur

58 Markmiðið með þessum kafla er að æfa langhlaup í lestri með því að lesa stærri bókarkafla og skilja hvaða tæknibrellur höfundar nota til að sveifla okkur fram og aftur þegar við lesum. Hér skoðar þú helst sögumanninn, sjónarhornið, flakk á milli sögusviða, tíma og persónur. 4. kafli „Ég skal sko segja þér …“ Elías eftir Auði Haralds og Valdísi Óskarsdóttur Elías Guðmundsson er afar greindur, meinfyndinn og kaldhæðinn drengur sem býr á Ríghálsi í Reykjavík. Hann á fremur venjulega foreldra, að því undanskildu að þeir hafa af honum stöðugar og margvíslegar áhyggjur og hljóma þess vegna hálf hlægilegir. Skilurðu orðaleikinn sem felst í orðinu Rígháls? Orðaleikur er auðvitað og augljóslega leikur með orð, útúrsnúningur sem fær okkur til að staldra við, undrast og jafnvel brosa eða hlæja. Hér leikur höfundur sér og gefur götunni heiti sem hefur aðra merkingu ef það væri í öðru samhengi, hann sem sagt leikur sér með margvíslega merkingu orðanna. Orð sem hafa margvíslega merkingu, sem ræðst eingöngu af samhenginu, kallast margræð orð. Geturðu fundið upp á fleiri fyndnum götunöfnum sem enda á -hálsi? „Aðeins hitalaust barn við góða heilsu gæti borðað tvo diska af kornflögum, rúgbrauð með mysingi, eina sprungna pulsu frá í gær, banana, súrmjólk með sultu og fjögur hafrakex með osti, án þess að verða illt í maganum og þurfa að kasta upp.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=