Kveikjur

55 Hvenær á að skrifa y? Það er oft snúið að átta sig á hvenær á skrifa i eða y, í eða ý og ei eða ey. Ein góð regla er að skoða skyldleika orða en mörg nafnorð, lýsingarorð og sagnorð eru náskyld. Skoðum þetta nánar. Ef o, u eða ju er í stofni orðsins eða skyldum orðum á að skrifa y. Dæmi: sonur – synir grunnur – grynnri bjuggum – byggi Ef ú, jú eða jó er í stofni orðsins eða skyldum orðum á að skrifa ý. Dæmi: hús – hýsi ljúka – lýkur sjóða – sýður Ef au er í stofni orðsins eða skyldum orðum á að skrifa ey. Dæmi: skraut – skreyta. Það er ekki alltaf hægt að styðjast við þessar reglur og þá er gott að fletta upp í stafsetningarorðabók til að vera viss. 19. Finndu orð skyld þessum og skrifaðu þau niður. Gættu að y, ý og ey. sund frost grjót austur brú sjúkur hryllingur þjófur draumur loka 20. Það er þó nokkur fjöldi orða sem hljómar eins en eru skrifuð ýmist með y eða i, allt eftir merkingu þeirra. Skoðaðu þessi orð: girða – gyrða kirkja-kyrkja list-lyst bíður-býður fíll-fýll skír-skýr skíra-skýra tína-týna leiti-leyti hilla-hylla Búðu til setningar fyrir hvert orð og gættu að því að hafa rétta stafsetningu svo það skapist enginn misskilningur. 21. Flettu upp á blaðsíðu 12 í dagblaði. Finndu öll orð sem byrja á bókstafnum H. Skrifaðu stutta sögu eða ljóð út frá þeim og reyndu að nota þau sem flest. 22. Búðu til æfingarverkefni fyrir bekkjarfélaga þinn. Veldu eina efnisgrein úr bók á bókasafninu og skrifaðu hana í tölvu. Í stað þess að skrifa i og y skaltu hafa eyðu (dæmi: Búðu t __ l æf __ ngarverkefn __ f __ r __ r félaga þ __ nn.). Prentaðu svo textann út og láttu bekkjarfélaga þinn setja rétta stafi í eyðurnar. Hann gerir slíkt hið sama við þig. Að þessu loknu skuluð þið fara yfir allan textann saman og athuga hvaða villur fóru framhjá ykkur. 23. Semdu ljóð eða örsögu þar sem þú notar a.m.k. sex af þessum orðum (eða orð skyld þeim): þýfi – lýsa – brýtur – hryllingur – syngja – lykill – dreyma – skreyta – heyra – hleyp.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=