Vasabókarbrot Péturs Gunnarssonar Sjáðu fyrir þér þessa einföldu mynd sem Pétur Gunnarsson teiknar upp og skrifaðu ljóð út frá henni: Til aðstoðar: p Byrjaðu á að velja titil á ljóðið. Hvernig viltu hafa titilinn? Fyndinn, dramatískan, hlutlausan? p Hugsaðu um það hvað er merkilegast við þessa mynd eða þetta litla atvik. p Settu þig í spor barnsins, pabbans eða jafnvel mömmu eða systkina sem líka sitja við morgunverðarborðið og lýstu því í nokkrum orðum hvað þau hugsa. „Mér finnst svo skrítið hvernig líkaminn getur hugsað“, segir barnið í morgunverðinum. Á næsta andartaki hnerrar hann og prumpar í sömu hviðu. Viðtækið svo tært og hreint. Engin aukahljóð, engar truflanir, enginn kvíði. 43 Finndu hvar þinn áhugi liggur! Það er nefnilega í þínum verkahring að prófa þig áfram í íslenskunni og þú getur gert það hvern einasta dag! Hvað fannst mér skemmtilegast í þessum kafla? Hvernig get ég komið auga á vald mitt yfir tungumálinu? Og vald annarra yfir mér – með tungumálinu?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=