Ef þú velkist í vafa um áhrif tungumálsins þarftu bara að hugsa um blótsyrði og af hverju okkur er meinilla við þau. Hugsaðu þér að þú sitjir í stól og einhver sem er bálreiður við þig standi yfir þér og kalli þig öllum illum nöfnum, húðskammi þig og geri lítið úr þér. Hvernig líður þér? Viltu fá þessi orð yfir þig? Nei, auðvitað ekki. En af hverju ekki? Vegna þess að orðin hafa mikil áhrif, líkamleg og andleg. Hér er þetta niðursoðið, í stuttu máli, því kjarni málsins er, satt best að segja: Ef þú hefur gott vald á íslensku áttu auðveldara með að tjá skoðanir þínar og langanir og vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Mátturinn í tungumálinu er mikill – en þegar upp er staðið ert það samt þú og þinn hæfileiki til að skilja og greina sem skiptir öllu máli. Að lokum – þetta um máttinn í tungumálinu Hvað ef þú gætir ekki talað? Hvernig kemurðu skilaboðunum áleiðis? Aðstæður: Þú ert að labba með vini þínum í umferðinni og þarft að vara hann við yfirvofandi hættu. Hvernig gerirðu það? 42 Taktu stöðuna! get nefnt mörg dæmi um í hvað og til hvers ég nota tungumálið. veit af hverju er mikilvægt að þjálfa læsi. kann fimm stafsetningarreglur upp á hár. veit hvaða þýðingu nafnorð hafa í tungumálinu. þekki muninn á huglægum og hlutlægum orðum. veit af hverju fallbeyging skiptir máli. kann að finna stofn nafnorða. kann að nota orðabók til að skoða fallbeygingu orða. veit til hvaða ráða ég get gripið ef ég er ekki viss hvernig á að fallbeygja nafnorð. geri mér grein fyrir hvað getur gerst ef engar málfræðireglur væru til.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=