Kveikjur

41 Skoðaðu þessar minnisvísur eftir Höskuld Þráinsson. Nokkur eintöluorð: Kaffi, sykur, hveiti, mjólk, kopar, silfur, bræði, kæfa, lýsi, kæti, tólg, kerskni, ástúð, mæði. Nokkur fleirtöluorð: Mjaltir, snoðir, mæðgur, glöp, mægðir, feðgar, kenjar, börur, herðar, buxur, sköp, birgðir, tengdir, menjar. Skoðaðu nafnorðin í þessum texta vel. Hver þeirra eru aðeins til í eintölu? En í fleirtölu? Hver geta staðið í báðum tölum? Til að auðvelda þér verkið skaltu nota orðabók. Upp úr miðnætti lagðist ég á koddann en ákvað að vera kærulaus og hressilegur og sleppti því alveg að fara úr buxunum. Ánægjan með daginn hríslaðist um allan skrokkinn því jólin voru á næsta leiti; pabbi og ég höfðum svo sannarlega leikið góða feðga í dag og tekið hús á nágrönnunum með fullar hjólbörur af bakkelsi og skrauti fyrir jólin, allir útataðir í mjólk, hveiti og sykri eftir að hafa bakað smákökur í mörgum sortum. Fjáröfluninni átti að ljúka á morgun og ferðalagið stóð fyrir dyrum, rétt svo handan við hornið! Spenningurinn hríslaðist úr hvirflinum, niður í herðar og út um tærnar í gegnum bakið – þetta yrði sko upplifun upp á verðlaunapening úr gulli … eða silfri … eða bronsi … eða kopar … eða bara ... eða bara einhverju alveg rosalega skínandi og merkilegu! Ég bara gat ekki beðið! 17.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=