15. Finndu kenniföll þessara orða: höfundur, hnífur, nál, rós, tré og land. Notaðu fyrst eigin kunnáttu og ályktunarhæfni en gríptu til orðabókarinnar ef þú ert óviss. 16. Detta þér í hug einhver nafnorð sem þú ert ekki alveg viss um hvernig á að fallbeygja? Finndu a.m.k. fimm orð, skrifaðu þau hjá þér, flettu þeim síðan upp og æfðu þig að fallbeygja þau í huganum. Hvernig fallbeygjast orðin systir, móðir, bróðir, faðir, fé, fjörður, ær og kýr? Beygingarflokkar þessara orða eru sjaldgæfir, þ.e. fá orð fylla flokk þeirra og því hafa margir tilhneigingu til að hoppa yfir í algengari beygingarflokk og beygja þau eftir algengara beygingarmynstri. Flest nafnorð geta staðið í eintölu og fleirtölu, t.d. ein bók, margar bækur. Sum orð eru þó eingöngu til í eintölu – og önnur aðeins í fleirtölu. Dæmi: Skæri, mjöl, buxur, naglaklippur, fólk. Kenniföll Kennifall er eitt fjölmargra hugtaka úr málfræðinni sem gott er að þekkja. Orð- hlutinn kenni- í orðinu kennifall þýðir að þekkja, þannig að kennifall hjálpar þér að þekkja orðið og hvernig það er fallbeygt. Orðið kirkja á sér þrjú kenniföll: et. ft. nf. (Hér er) kirkja kirkjur þf. (um) kirkju kirkjur þgf. (frá) kirkju kirkjum ef. (til) kirkju kirkna Í orðabókum er orðið kirkja skráð svona: kirkja -u, -ur KVK. kirkja -u, -ur KVK trú 1 • guðshús (kristinna manna) vera við kirkju kirkja -u, -ur KVK trú 1 guðshús (kristinna manna) vera við kirkju hlýða messu 2 trúarsamfélag kristin kirkja / kirkja Krists / þjóðkirkja / kirkjudeild Fyrir hvað standa -u og -ur? En KVK? Áttar þú þig á hvernig kenniföll geta hjálpað þér við fallbeygingu orða sem þú ert ekki alveg viss hvernig á að fallbeygja? Geturðu útskýrt af hverju kenniföll eru stundum nefnd orðabókarmynd nafnorða? 40
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=