Kveikjur

Skoðaðu þessi orð: nf. hestur prestur nf. hestar prestar þf. hest prest þf. hesta presta þgf. hesti presti þgf. hestum prestum ef. hests prests ef. hesta presta Tókstu eftir því að ákveðinn hluti orðanna breyttist ekki í fallbeygingunni? Sá hluti er kallaður stofn og finnst í þolfalli eintölu. Það sem kemur á eftir stofninum í öðrum föllum kallast beygingarendingar. Ein tegund orðmyndunar kallast stofnsamsetning. Dæmi: Hest – hús. Bíl – skúr. Eld – hús. Sérðu af hverju? Mörg orð fallbeygjast eins, þ.e. hafa sömu beygingarendingar (eins og hestur og prestur) og það er ein ástæða fyrir því að þú kannt þegar að fallbeygja flest orð. Þú flettir upp í orðasafni heilans og mátar orð sem þú ert óviss um og finnur annað orð sem fallbeygist eins. 14. Reyndu að finna fleiri orð sem fallbeygjast eins og hestur. Til að flækja málin aðeins þarftu að vita að þegar nafnorð endar á sérhljóða (a, u, i) í þolfalli eintölu, þá fellur sérhljóðinn niður í stofninum: nf. kona hani þf. konu hana þgf. konu hana ef. konu hana Stofninn af kona er kon og stofninn af hani er han. Það borgar sig að þekkja helstu málfræðireglur. Þær eru einfaldlega eins og beinagrindin í tungumálinu – undirstaðan sem heldur tungumálinu saman. Og það er afar gagnlegt að þekkja hvernig beinagrindin virkar, líka til að geta á auðveldari hátt lært önnur tungumál. Þetta hangir nefnilega allt saman! Málfræðihugtök eru einfaldlega heiti yfir mynstur í tungumálinu. Hvert hugtak er hugsað sem hjálpartæki og til þess að það virki dugir ekki að vita hvað það heitir – þú þarft að skilja hvernig það hjálpar þér! Fallbeyging er eitt megineinkenni nafnorða. Nú þegar kanntu að fallbeygja flest íslensk orð og það lærðir þú án mikillar fyrirhafnar, eiginlega ómeðvitað. Það er kannski ekki lífshættulegt að fallbeygja eða stafsetja vitlaust, en það getur samt valdið töluverðum misskilningi. Hver er t.d. munurinn á því að koma með vin á skólaball eða með vini á skólaball? Hver er munurinn á þessu: „Viltu fara með mér á skíði?“ „Viltu fara með mig á skíði?“ Finndu fleiri dæmi þar sem fallbeygingin er merkingarbær – þar sem hún hefur bein áhrif á merkingu setningarinnar. 39

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=