Kveikjur

38 10. Skoðaðu þennan texta: Fiskar hafa mikla sköpunargáfu og finna sér oft starf sem tengist listum, gjarnan ljóðlist eða rómantískum bókmenntum, og margir Fiskar eru tónlistarmenn eða vinna við kvikmyndir. Fiskar hafa líka einlægan áhuga á náttúrunni og umhverfisvernd, trúarbrögðum og félagslega bágstöddu fólki, svo störf á þeim vettvangi gætu veitt þeim mikla ánægju. Draumlyndi Fisksins veldur því hins vegar að hann verður oft fyrir vonbrigðum í lífinu og hann mætti gjarnan tileinka sér raunsærri lífssýn á ýmsum sviðum. Og svo þennan hér: ___ hafa mikla ___ og finna sér oft ___ sem tengist ___, gjarnan ___ eða rómantískum ___, og margir ___ eru ___ eða vinna við ___. ___ hafa líka einlægan ___ á ___ og ___, ___ og félagslega bágstöddu ___, svo ___ á þeim ___ gætu veitt þeim mikla ___. ___ ___ veldur því hins vegar að hann verður oft fyrir ___ í ___ og hann mætti gjarnan tileinka sér raunsærri ___ á ýmsum ___. Hvað breyttist? Hvaða áhrif hefur sú breyting? Er hægt að skilja seinni textann? 11. Leiktu þér að því að setja inn orð í stað eyðanna í seinni texta 10. verkefnis en passaðu að hafa samhengi í textanum. Hlutlæg orð tákna áþreifanlega hluti, lifandi eða dauða s.s. köttur, bók, vatn og steinn. Huglæg orð tákna það sem ekki er áþreifanlegt s.s. ást, gleði, loft, draumur og lestur. 12. Skoðaðu aftur textann í 10. verkefni og flokkaðu nafnorðin eftir því hvort þau eru hlutlæg eða huglæg. Voru einhver orð sem þú áttir erfitt með að greina á milli? 13. Ertu fiskur, ljón eða sporðdreki? Semdu „stjörnuspá dagsins“ fyrir hvert stjörnumerki. Láttu stjörnuspárnar vera ýmist fyndnar eða dramatískar. Nafnorð Kyn Stofn Kennifall Sérnafn Fall Tala

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=