Kveikjur

Það er til að mynda mikill munur á nafnorðinu „kryddbrauð“ og lýsingarorðinu „dúllulegur“. Þau gegna gjörólíkum hlutverkum innan tungumálsins en eru bæði algerlega ómissandi. Þegar fjallað er um málfræði í bókinni er mikilvægt að þú skiljir að hver orðflokkur er eins og bráðnauðsynlegur vélarhluti og að án hans myndi vélin ekki virka. Málfræðimoli um nafnorð Nafnorð eru nöfn eða heiti á lifandi verum (fiðrildi), fólki (Ásta), stöðum (Bakkagerði), dauðum hlutum (grjót), hugtökum (ást) og athöfnum (fjallganga). Hvernig sjáum við svart á hvítu hvaða virkni nafnorð hafa? Skoðaðu þetta: Spurning: Viltu rétta mér þetta gula, hringlótta sem er í þessu hvíta, slétta, harða og djúpa sem er á þessu brúna, háa og langa sem þú stendur við? Svar: Hvað ertu að meina? Þetta gula til að sparka í eða þetta gula til að kreista út í þetta glæra fljótandi eða þetta til að bíta í? Eða kannski þetta sem við notum til að þvo upp úr? Væri ekki auðveldara að hafa nöfn á þessu gula, hvíta og brúna? Viltu rétta mér sítrónuna sem er í ávaxtaskálinni á eldhúsbekknum? Sumir eiga í verulegum erfiðleikum með að stafsetja og lesa rétt og eru jafnvel haldnir lesblindu. Slíku er hægt að sýna fullan skilning. En langflestir geta samt tamið sér að tala og skrifa góða íslensku með þjálfun (þeir þurfa bara að ákveða að vilja það). 37

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=