33 Tungumálanám og -skilningur virðist því vera eitt af undrum lífsins. Fræðimenn sem hafa rannsakað ung börn hafa t.d. komist að því að þau þróa kunnáttu í móðurmálinu jafnt og þétt og byggja nýja kunnáttu á því sem þau heyra. Margt bendir til þess að einhvers konar tungumálakerfi sé innbyggt í okkur frá fæðingu. Við höfum ótrúlegan hæfileika til að skilja málfræði tungumálsins og hvernig það virkar. Þetta er líka gott að hafa í huga í málfræðináminu – þú átt málfræðina alveg jafnmikið og þú átt tungumálið. Við notum tungumálið til að tjá allar okkar tilfinningar: Ást, gleði, reiði, sorg og allt þar á milli. Við lesum það, skrifum það, heyrum það og hugsum á því. Tungumálið er algerlega ómissandi á hverjum einasta degi. Ímyndaðu þér hvernig samskipti þú ættir við vini þína ef þú gætir ekki notað tungumálið. Það myndi flækja málin ansi mikið, ekki satt? Þess vegna er góður skilningur á íslensku gríðarlega mikilvægur fyrir alla, sérstaklega þig – til að þú getir skilið allt sem þér er sagt og til að þú getir tjáð þínar eigin langanir, hugmyndir og skoðanir. Í hvað notum við tungumálið? Við notum það til að: p tala saman p hugsa p skipuleggja p fá hugmyndir p búa til sögur p rifja upp minningar p sjá fyrir okkur framtíðina p skrifa ljóð p stofna fyrirtæki p sækja um vinnu p segja upp vinnu p skrifa innkaupalista p og ótal margt fleira Tungumálið er lykillinn að því að vera virkur þátttakandi í mannlegu sam- félagi og markmiðið með íslenskukennslu er að styrkja þig í notkun þess. Án tungumálsins erum við valdalítil og einangruð og eigum erfitt með að hafa áhrif á heiminn og láta drauma okkar rætast. 1. Hvernig segirðu frá? Finndu áhugaverða frétt og ímyndaðu þér að þú sendir hana í tölvupósti eða á samskiptasíðu til þriggja einstaklinga á ólíkum aldri, t.d. vinar þíns, mömmu og afa. Notarðu sama orðalag fyrir alla þessa einstaklinga? Hvað þarftu að hafa í huga til að skilaboðin sem fylgja með fréttinni passi hverjum og einum?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=