Kveikjur

32 Við höfum sem betur fer langflest aðgang að einhverju merkilegasta fyrirbæri sem fyrirfinnst í heiminum – tungumáli. Íslenska er okkar tungumál. Því miður er stundum látið eins og tungumál sé ekkert mál, í mesta lagi smámál. Stundum er látið eins og þekking okkar og skilningur á tungumálinu sé jafn sjálfsagður og vatnið sem rennur í læknum. En þannig er það hreint ekki. Staðreyndin er sú að þú hefur haft mjög mikið fyrir því, frá unga aldri, að læra tungumálið og öðlast á því nægan skilning til að geta beitt því. Ótal fræðimenn hafa skrifað kenningar um það hvernig manneskjan lærir tungumál en enginn hefur enn komist að fullnægjandi og endanlegri niðurstöðu. Tungumálið er áfram viss ráðgáta. Markmiðið með þessum kafla er að hita heilann upp enn betur og skoða hvernig við notum tungumálið á ólíkan hátt. 2. kafli Mikill er máttur tungunnar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=