Kveikjur

Það mikilvægasta sem þú getur tekið með þér úr þessum kafla er þetta: Þú – ert – læs. Nú þegar. Læsi er innbyggt í öll þín skynfæri og þú skilur miklu meira en þú heldur. Markmiðið er að að þú takir þennan hæfileika og brýnir hann enn frekar – að þú verðir smám saman enn betri lesandi á öllum sviðum. 30 Að lokum – þetta um læsi Taktu stöðuna! stend klár á því hvað læsi er og hvaða þýðingu það hefur í lífinu. veit til hvers skammstafanir eru notaðar og hvaða reglur gilda við notkun þeirra. þekki muninn á skimun og punktalestri. er með það á hreinu hvaða textategundir kalla á djúplestur. tek mér tíma fyrir yndislestur. þekki muninn á texta sem fræðir og texta sem leiðbeinir. Finndu hvar þinn áhugi liggur! Ekki bíða bara eftir að einhver annar segi þér hvað á að gera og hvernig! Hvað fannst mér skemmtilegast í þessum kafla? En erfiðast? Af hverju? Hvað vakti sérstakan áhuga minn? Hvað vil ég skoða betur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=