Kveikjur

28 Lestur er sköpun! Þú þarft ekki að ákveða að þú sért skapari – þú ert það nú þegar, alla daga og nætur. Við lesum sjálfkrafa, alltaf, alla ævi – lesum í orð, tákn, raddblæ, andlitsdrætti, þagnir, samhengi, vísanir og ótal margt fleira. Undir niðri skynjum við miklu meira en við gerum okkur grein fyrir. Við getum meira að segja lesið auðveldlega í orð þar sem stafirnir eru brenglaðir. Svmkmaæt rnsanókn við Cmabrigde hkóásla þá stkpiir ekki mlái í hðvaa röð stfiar í oðri eru, það enia sem stikipr mlái er að frtsyi og stíasði stinaurfn séu á rtéutm satð. Aillr hniir sfitarnir gtea vireð í aöljrgu rlgui en þú gtuer smat lseið það aðvuledlgea. Áæðsatn fiyrr þsesu er að mnnashgrniuun les ekki hevrn satf friyr sig hleudr oirðð sem hiled. Gastu ekki lesið textann nokkuð auðveldlega þótt stafirnir væru brenglaðir? Heilinn afruglaði textann fyrir þig og þú gast greint hvaða orð ættu að vera þarna svo að textinn rann nokkuð auðveldlega um huga þinn fyrir vikið. Svona ertu nú klár! Mjög margt í kringum okkur staðfestir þessa tilhneigingu okkar til að skilja hlutina og setja þá í samhengi við eitthvað annað sem við þekkjum fyrir. Við erum alltaf að meta upplýsingar, greina þær og leita að lausn. Eins og þegar maðurinn prentaði þessa stafi á stuttermabol og gekk í honum heilan dag: ÞÐ ÞRF KK LL STFN TL Ð SMJ LJÐ 20. Bekkurinn rannsakar og gefur skýrslu Skiptið bekknum niður í 3–4 manna hópa þannig að í hverjum hópi sé a.m.k. einn með myndavél, t.d. í snjallsíma. Hóparnir fara í gönguferð í nágrenni skólans í 20 mínútur og taka myndir af öllu merkilegu, skrýtnu, áhugaverðu eða skemmtilegu sem fyrir augu ber. Þegar inn er komið halda nemendur í hverjum hópi kynningu á nokkrum myndum að eigin vali og útskýra í sameiningu af hverju þetta myndefni varð fyrir valinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=