Kveikjur

25 14. Finndu öll sérnöfnin í textanum hér: Í gegnum tíðina hafa menn tekið eftir því að orð úr mismunandi tungumálum líkjast hvert öðru og velt fyrir sér hvers vegna tungumál eru lík eða ólík. Í Evrópu, eftir kristnitöku, var því haldið fram að allir hefðu í upphafi talað hebresku. Það var tungumálið sem Gamla testamentið var skrifað á og því hlutu Adam og Eva að hafa talað hebresku í Paradís. Í Biblíunni, nánar tiltekið í 11. kafla 1. Mósebók, er svo útskýring á því hvers vegna til varð ógrynni ólíkra tungumála. Í frásögninni segir af mönnum sem ætluðu í sameiningu að byggja svo háan turn að hann næði til himins. Guði féll sú hugmynd ekki vel í geð og þess vegna greip hann fram fyrir hendur mannanna með því að rugla tungumálum þeirra og koma í veg fyrir að þeir skildu hver annan. Þar með gáfust mennirnir upp á að byggja turninn og tvístruðust þeir um alla jörðina. Sagan af turninum mun eiga rætur að rekja til turns sem tilheyrði musterisbyggingum í borginni Babýlon við Efrat. Orðatiltækið babelsk ringulreið, eða kaos, er til í mörgum evrópskum tungumálum og gefur til kynna þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Guð greip inn í og stöðvaði byggingu turnsins með því að rugla tungumálum mannanna. Þurftir þú að lesa allan textann til að finna sérnöfnin? Hvaða lestraraðferð beittir þú? 15. Skoðaðu textann og skrifaðu núna niður öll samsettu orðin í honum. Dæmi um samsett orð: sérnöfn = sér + nöfn. • Hversu mörg samsett orð fannstu? • Hvaða lestraraðferð notaðir þú núna? • Af hverju? 16. Hver er kjarni málsins? Lestu textann aftur og gerðu þrjár spurningar úr honum, eins og þú værir að semja prófspurningar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=