Kveikjur

23 Lestraraðferðir 12. Hvernig lestu? • Ég renni augunum yfir línurnar. • Ég skapa myndir af orðunum í huganum. • Ég les orðin upphátt „í huganum“. • Ég stafa mig í gegnum hvert orð. • Ég les þar til ég skil hvert orð. • Ég giska á merkingu orðanna og samhengið í textanum. • Lestu alltaf með sömu aðferð? Hvernig texta dugar að renna hratt yfir? En hvenær er nauðsynlegt að lesa ítarlega? 13. Hér eru taldar upp nokkrar textagerðir. Skáldsaga Fræðigrein Ljóð Uppskriftabók Leiðbeiningar Ævintýri Símaskrá Orðabók Íslendingasaga Teiknimyndasaga Slúðurblað Námsbók Þjóðsögur Fréttaveita fésbókar Auglýsingasíður Flokkaðu textagerðirnar eftir því hvaða aðferð væri best að nota eftir eðli textans. 1) Skimun 2) Punktalestur 3) Djúplestur 4) Yndislestur Berðu þig saman við bekkjarfélagana. Eru niðurstöður ykkar samhljóða eða munar einhverju? Af hverju telurðu að svo sé? „Stórglæsilegt Íslandsmet í yndislestri sett í gær!“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=