Kveikjur

22 Af hverju vil ég þjálfa lestur? Já, af hverju viltu verða góður lesandi? Hér eru nokkrar tillögur að svörum – kannski finnst þér þau mismikilvæg en veltu þeim samt vandlega fyrir þér: p ég vil geta fengið sannar og skýrar upplýsingar um heiminn í kringum mig p ég vil vera nýtur samfélagsþegn; ég vil hafa áhrif á heiminn og geta stjórnað því hvaða áhrif heimurinn hefur á mig p ég vil finna til öryggis í daglegum athöfnum þar sem ég nota tungumálið, hvort sem það eru leiðbeiningabæklingar, uppskriftir, ástarbréf eða umsóknareyðublöð p ég vil geta skapað og notið listar og menningar, hvort sem það eru ljóð, myndlist eða kvikmyndir p ég vil hafa sterka tilfinningu fyrir málinu; geta notað fjölbreytt blæbrigði þess og skilið þau líka p ég vil hafa sjálfsvirðingu og ég skil að öryggi og leikni í tungumálinu er mikilvægur hluti af því p ég vil geta menntað mig og aflað mér þekkingar 11. Hvernig er mín forgangsröðun? Raðaðu svörunum hér að ofan eftir mikilvægi og settu það svar sem þér finnst mikilvægast efst á listann. Berðu svo svörin saman við svör bekkjarfélaganna. Eruð þið sammála eða ósammála? Ræðið hvers vegna lestur er mikilvægur og bætið eigin svörum við listann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=