Kveikjur

19 9. Hvaða textategundir eru ætlaðar til að – skemmta? – fræða? – leiðbeina? Teldu upp eins margar textategundir við hvern flokk og þú getur. Berðu þig saman við bekkjarfélaga, voru listarnir ykkar líkir? 10. Hvernig texti er mest áberandi í þínu umhverfi – sem þú lest daglega? Er það texti sem: – skemmtir? – fræðir? – leiðbeinir? Hugsaðu málið – finndu eins mörg dæmi um hverja textategund úr daglegu lífi og þú getur. Til umhugsunar! Allan daginn um allan bæinn lestu texta. • Hvernig texta lestu á hefðbundnum degi? • Hvernig texta lestu sem þú þarft aðeins að renna hratt yfir til að ná aðalatriðunum? • Hvernig texta lestu sem krefst fullrar athygli þinnar? • Hvernig texta lestu sem krefst þess að þú gefir þér góðan tíma til að lesa hann, allt frá einni klukkustund upp í margar á viku? • Hvernig getur þú aukið lestrarhraða þinn? • Hvernig getur þú aukið áhuga þinn á lestri? • Hvernig texti eykur orðaforða þinn? • Hvernig texti fær þig til að njóta lesturs?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=