Kveikjur

7. Bréfaskrif Þú ert að fara til útlanda og þig vantar gistingu í tvær nætur. Svo heppilega vill til að þú átt frændfólk á áfangastað sem gæti skotið yfir þig skjólshúsi. Skrifaðu tvö stutt bréf þar sem þú óskar eftir gistingu, eitt til fullorðinnar frænku sem þú hefur ekki séð eða heyrt í lengi og hitt til jafnaldra þíns sem þú ert í daglegum samskiptum við á samfélagsmiðlum. Er einhver munur á bréfunum? Er orðavalið eins í þeim báðum? 8. Svaraðu eftirfarandi spurningum í samfelldu máli. • Af hverju er texti út um allt? • Kemur þú á staði þar sem ekki er nokkurn texta að finna? Hvaða staðir eru það? • Af hverju eru ekki textar þar? • Eru textar á stöðum þar sem þeir eru óþarfir? Hvaða staðir eru það? • Getum við bjargað okkur án texta? • Hvers konar textar eru nauðsynlegir? • Hverjir eru óþarfir eða ónauðsynlegir? 18

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=