Textar Textar Textar Textar a. Textar eru eins ólíkir og höfundar þeirra, en það er gagnlegt að muna að velta fyrir sér tilgangi texta: Að spyrja sig: „Á þessi texti að fræða, leiðbeina, skemmta.“ Yfirleitt hefur hann tilgang, oftast mjög skýran en stundum ansi óljósan. Þá getur einn og sami textinn haft fleiri en eitt markmið. Hvert er markmið þessa texta? Varðandi heilann í þér Aðvörun Þú ert orðin(n) yfirkeyrð(ur) af netglápi. Slökktu á tölvunni og farðu að sofa. ! OK Með því að átta sig á þessu í upphafi lestrar skapast kjöraðstæður fyrir þig til að skilja vel og rækilega inntak textans. b. Fólk er alltaf að tjá sig, á hverjum degi og í ólíkum tilgangi, stundum til að miðla einföldum upplýsingum og stundum til að hafa áhrif og stundum jafnvel til að reyna að breyta öllum heiminum. Til þess þurfum við talmál, ritmál og líka afslappað tungumál þar sem við megum sletta. Þetta köllum við málsnið – okkar ólíku leiðir til að tjá okkur eftir tilefni, aðstæðum og tilgangi með tjáningunni. Eðli textans þarf að hæfa tilefninu og umhverfinu – eða hvernig heldurðu að það væri að setja saman húsgögn ef leiðbeiningarnar væru í ljóðaformi? c. Þú skrifar ólíka texta á hverjum degi. Stundum hratt, stundum hægt, stundum af mikilli íhugun, stundum hugsunarlítið. Allt eftir eðli málsins og dagsforminu. Texti sem þú hripar niður í flýti þegar þú skilur eftir skilaboð fyrir foreldra þína eða skrifar hvað vantar í búðinni er annars eðlis en texti sem þú pikkar á tölvu, prentar út og setur saman í ritgerð. Af hverju heldurðu að þessir textar séu svona ólíkir? 17 Fyrir það fyrsta er sá fyrri eingöngu ætlaður þér eða þínum nánustu sem þekkja þig og vita því vel hvaða hugsun bjó að baki skrifunum. Seinni textinn er ætlaður fleiri lesendum sem þekkja þig hugsanlega ekki eins vel og því er mikilvægara að hugleiða hvaða skilaboð textinn sendir út um þig sem skrifara og hvort einhver hætta sé á misskilningi. Undir slíkum kringumstæðum þarf að velja orð sín af kostgæfni og koma sér að kjarna málsins.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=