Kveikjur

5. Skrifaðu eftirfarandi texta í stuttum sms– skilaboðum: Ég er nýkominn heim og er búinn að versla það allra helsta í matinn, ástin mín. Mamma og pabbi koma í mat eftir klukkutíma, gætirðu verið svo væn að koma við í blómabúð að eigin vali og kaupa fallegan vönd? Og ef þú hefur tíma væri gott ef þú gætir skotist í sérverslun og keypt góðan mygluost, það var enginn almennilegur þannig í búðinni sem ég fór í. Kveðja, Stjáni. Heyrðu góði minn, ég skil ekki hvaða rugl er í gangi þarna hjá þér. Ég sagði aldrei að ég ætlaði með þér í bíó eða keilu eða neitt svoleiðis, ég sagðist bara ætla að hugsa málið og sjá til hvernig mér liði í dag og lofaði ekki neinu. Þú ert frekur eins og naut og leiðinlegur eins og hjartalínurit og ég nenni ekki að standa í þessu. Finndu þér einhverja aðra til að leika við. 6. Skrifaðu þessi sms–skilaboð eins og amma eða afi myndu gera það. thu ert aedi <3 hittumst @ sjoppan í kvold omg ma er klikkuð ég fékk 10 þús kall i simareikning Hvernig sms var hún að fá? Er rétt farið með skammstöfunina hér í glugganum? Við notum skammstafanir til að stytta mál okkar í ritmáli. Til dæmis = t.d. Klukkustund = klst. Herra = Hr. Síðastliðinn = sl. Frú = Fr. Og svo framvegis = o.s.frv. 16 SMS og skammstafanir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=