Kveikjur

Kjarakaup er mjög jákvætt orð! Tvöfaldur gróði! (Eða hvað?) Heildargróði! (Eða hvað?) Beint ávarp til þín – fullyrðing um það hvernig þú átt að bregðast við auglýsingunni! Þótt auglýsingar snúist um að miðla upplýsingum nota þær oft tækifærið til að miðla einhverju öðru í leiðinni, t.d. lokkandi hugmyndum sem oft eru ekki alveg sannar. Sjáðu til dæmis hvernig þessi auglýsing er byggð upp. Ef þú lest upplýsingarnar hratt yfir færðu þetta fram: 50 þúsund + 39 þúsund = 296 þúsund Auðvitað er auglýsingin að segja að þegar afslátturinn hefur verið dreginn af er heildarverðið 296 þúsund. Það er sannleikurinn. En uppsetning auglýsingarinnar býður okkur að lesa hana á annan hátt: LÆKKUNIN ER = 296 ÞÚSUND Þannig getur lesandi fengið á tilfinninguna að í raun sé ekki verið að bjóða afslátt upp á 89 þúsund heldur sé afslátturinn samtalst 296 þúsund. Áhrifin af þessu eru þau að sá sem sér auglýsinguna mýkist gagnvart því að taka tilboðinu. Þetta er lúmsk leið til að auka líkurnar á því að kaupendur láti til skarar skríða og kaupi vörur. Hún er mikið notuð í auglýsingum dagsins í dag, það er að gera mikið úr afslættinum og lítið úr heildarverðinu en draga frekar fram lægri upphæðir, t.d. afborgun á mánuði. 171

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=