168 5. Veldu eitt verkefni a. Ímyndaðu þér að sá lati hafi áður verið í starfi heimilishjálparinnar. Skrifaðu bloggfærslu í nafni móður barnsins þar sem hún lýsir þeim lata í starfi – og því hvers vegna hún þurfi að finna nýja heimilishjálp. Það vantar ritara fyrir forsetann. b. Reyndu að sjá fyrir þér hvernig einstakling þú telur að henti í starfið. Semdu nú auglýsingu þar sem staða ritarans er auglýst. Hvernig á hún að vera svo draumaum- sækjandinn þinn láti heillast og svari henni? c. Pitsusendill! Það er brjálað að gera hjá Pepperoni Pitsu og þar vantar pitsusendil ekki seinna en strax. Hvaða eiginleikum þarf hann að búa yfir? Semdu auglýsingu þar sem þú leggur allt í sölurnar til að fá hæfasta sendilinn. Fleiri auglýsingar 7. Semdu auglýsingu þar sem þú óskar eftir draumastarfinu. Hvað finnst þér að þurfi að koma fram? Hafðu þessi atriði á bak við eyrað: • hverjir kostir þínir eru • aldur, menntun og fyrri störf • óskir þínar um laun og vinnutíma. 8. Ljónatemjari eða listaskáld? Hvert er draumastarfið? Skrifaðu stutta lýsingu á draumastarfinu þínu án þess þó að nefna starfsheitið. Þú getur stuðst við þessi atriði: • Hvað er það við starfið sem heillar þig? • Hvaða hæfileika, eiginleika og menntunar er krafist? • Er mikil útivist? Innivera? Líf og fjör? Rólegheit? • Krefst starfið sjálfstæðis og einveru? Er mikil teymisvinna? • Á hverju byggir það? Verslun? Þjónustu? Umönnun? Stjórnsýslu? Ævintýramennsku? Samskiptum? Tækni? 9. Ertu grafískur hönnuður? Fjöldi verslana selur sjónvarpstæki og önnur raftæki. Til að ná athygli kaupenda þurfa þær að vanda auglýsingarnar; hafa þær áhugaverðar, spennandi og grípandi. Veldu aðra hvora auglýsinguna og hannaðu hana upp á nýtt og aðlagaðu hana nútímanum. Að taka viðtal Skoðaðu auglýsinguna um skrifstofustarf og auglýsinguna frá þessum lata. Gerðu þér í hugarlund að hann hafi áður verið í þessu starfi. Skrifaðu viðtal við vinnuveitandann þar sem hann lýsir þeim lata í starfi. Hvers konar starfsmaður var hann? Hægt er að vinna þetta verkefni upp á eigin spýtur eða jafnvel í pörum, þar sem einn tekur viðtalið og hinn leikur „þann lata“. 6.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=