15 3. Í íslensku eru nokkrar algengar skammstafanir sem gott er að þekkja til. Um þær gildir sú meginregla að settur er punktur eftir fyrsta staf eða fyrstu stafina í hverju orði sem er skammstafað. Í skammstöfunum sem hér koma virðist það þó ekki alltaf vera raunin. Flettu upp í málfræðibók og lestu regluna um punktanotkun í skammstöfunum. Skoðaðu næst þessar skammstafanir og finndu út fyrir hvað þær standa. a.m.k. ath. bls. e.h. kl. HÍ m.a. m.a.s. m.t.t. nk. o.fl. o.þ.h. sbr. skv. t.a.m. u.þ.b. ASÍ m.ö.o. þ.e.a.s 4. Veldu fimm skammstafanir úr verkefninu og búðu til setningar þar sem þú sýnir hvernig þær eru notaðar. Skammstafanir Hvað þýðir þ.e.a.s.? spyr drengurinn upp úr lestri. Þessir andskotar? Vasabókarbrot Péturs Gunnarsonar LOL – BRB – ROFL – WTF! – YOLO Hvað þýða þessar skammstafanir? LOL þýðir t.d. „laughing out loud“ á ensku – en gætum við ekki alveg eins sagt HUH á íslensku? „Hlæ upphátt.“ Af hverju er okkur tamara að nota svona skammstafanir á ensku en íslensku? Er eitthvað í eðli þessara tveggja tungumála sem gerir það að verkum? Vinnið saman í hópum. Finnið algengustu skammstafanir af þessu tagi á ensku og búið til góðar, íslenskar útgáfur af þeim (eins og HUH). Skráið niður allar íslenskar skammstafanir sem þið þekkið. Ræðið um merkingu þeirra. Endið verkefnið á að búa til nýja, frumlega og fyndna merkingu fyrir skammstafanirnar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=