Kveikjur

166 Markmiðið með þessum kafla er að skoða ólíka málnotkun, málsnið og orðræðu. Öll þessi hugtök vísa til þess að við notum ólíkar leiðir til að tjá okkur eftir því hverjar aðstæðurnar eru eða hvert tilefnið er. Þetta er ekki ósvipað því að við notum ekki sömu föt til að fara í afmæli hjá vinum okkar og í jarðarför. 10. kafli Öll þessi skilaboð Auglýsingar eiga sitt eigið tungumál – og mörg tungumál innan þess. Þannig er ekki sami stíllinn notaður þegar auglýst er eftir skrifstofustjóra í ráðuneyti og starfsmanni í leikfangaverslun. Málsniðið sem er notað hverju sinni miðlar ákveðnum skilaboðum – formlegt og stíft orðalag miðlar alvarleika og formfestu á meðan létt og kæruleysislegt orðalag miðlar einmitt því: Léttleika og kæruleysi. Það hefur færst í vöxt að í atvinnuauglýsingum sé slegið á létta strengi. Þannig auglýsti virðulegt tölvuþjónustufyrirtæki einu sinni eftir „nördum“ og spurði í fyrirsögn: „Viltu ganga í hettupeysu í vinnunni?“ Fyrirtækið vildi fanga athygli fleiri einstaklinga en þeirra sem ganga í jakkafötum alla daga. Fyrir nokkrum árum hefði þetta þótt óhugsandi hjá stóru og virðulegu þjónustufyrirtæki. Auglýsingar eru alls staðar í kringum okkur. Þær eru svo rótgróinn hluti af menningu okkar og daglegu lífi að það er nauðsynlegt fyrir okkur að staldra við og velta fyrir okkur inntaki þeirra og áhrifum. Auglýsingar hafa auðvitað það markmið að selja vörur, þjónustu eða hugmyndir. Það er þeirra hlutverk. En þær eru líka sumar eins konar listaverk, samsettar úr sömu innihaldsefnum og alvöru listaverk. Þess vegna er svo gaman að skoða auglýsingar og nota þær eins og æfingavöll fyrir leik með tungumál, tákn og læsi. Hér á eftir sérðu fjórar auglýsingar sem allar birtust í sama blaði, á sömu blaðsíðu, sama daginn, þann 4. febrúar 1990. Þær eru mjög ólíkar í stíl og efnistökum. Á vefnum timarit.is getur þú flett mörgum dagblöðum og tímaritum og leitað eftir efnisorðum. Þar er marga gullmolana að finna. Auglýsingar eiga sitt eigið tungumál

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=