Kveikjur

165 Hvað er á gangi hér? Ef þú leyfir þér geturðu notað ólíkar kveikjur í margar áttir. Skoðaðu myndina hér fyrir neðan og notaðu hana í ólík verkefni: Hvað er í gangi á þessari mynd? Rýndu í hana og ræddu við bekkjarfélaga. p Skrifaðu ljóð sem heitir Ljós og skuggar eða Ekki er allt sem sýnist. p Þessi mynd hangir uppi á vegg hjá ömmu þinni. Hún leiðir þig að myndinni og segir þér söguna af tilurð hennar. Skrifaðu hvað hún segir um myndina. Tók hún sjálf myndina? Eða einhver sem hún þekkir? Klippti hún myndina út úr tímariti? p Myndið þriggja manna hópa og skrifið niður öll orð sem tengjast því að ganga, t.d. samheiti eða orð sem innihalda sömu orðmynd. Hvað getið þið fundið mörg orð? Hvaða hópur finnur flest orð? Það má hringja í vin eða ættingja eða leita út fyrir kennslustofuna, t.d. á netinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=