14 Við sjáum eitthvað í kringum okkur, tökum það inn, meltum það og sendum svo frá okkur í nýjum búningi. Við endursköpum heiminn eftir eigin höfði og bjóðum öðrum að þiggja okkar eigið framlag. Þetta er það sem við gerum. Alla daga. Í öllu þessu kemur læsi við sögu. Þú lest eitthvað á hverjum einasta degi. Lesturinn gerist að stórum hluta sjálfkrafa og þú hefur innbyggða þörf fyrir að lesa og skilja umhverfi þitt. Að vera læs er það sem þú gerir alla daga. Spurningin er bara hvað þú gerir við þetta læsi … hvort þú tekur eftir því eða hvort það fer framhjá þér. Hvernig veistu að þú ert lesandi, greinandi og skapari? Finndu dæmi úr daglegu lífi þar sem þú ert greinilega að skapa. Hvað einkennir samskipti á samskiptasíðum? Af hverju gera nemendur hlutina á mjög ólíkan hátt, jafnvel þegar allir pósta sömu fréttinni? Hvað liggur þér á hjarta? 1. Ef þú værir með aðgang að Facebook hér og nú, hvaða stöðuuppfærslu myndir þú birta? Veltir þú fyrir þér hvaða skilaboð þú sendir út um þig þegar þú skrifar stöðu á Facebook? Hugsar þú um hvort orðin eru við hæfi? Getur maður leyft sér að skrifa hvað sem er á Facebook? Finndu dæmi um stöðuuppfærslu sem er ekki við hæfi. 2. Þú fannst þessa mynd á netinu og ætlar að pósta henni á samfélagsmiðlum. Hvaða texta myndir þú setja með henni?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=