154 Notaðu verkefnin í þessum kafla til að kynnast betur þínum eigin ljóðasmekk. Það skiptir máli fyrir þig að vita hvaða ljóð höfða til þín og hver þeirra gera það alls ekki – og vita líka hvers vegna. Fleygar setningar Þreifaðu á taktinum í setningunni „Dáið er allt án drauma“ og hummaðu hann upphátt nokkrum sinnum. Skrifaðu svo nokkrar setningar sem lúta sömu lögmálum (stuðlar) og eru í sama takti. Ef þú vilt að setningarnar hljómi eins og málshættir eða orðtök er gott að styðjast við ákveðin orð, t.d. oft, sjaldan eða alltaf. Dæmi: Fegurðin oft er falin. 1. Hugleiðing Hvað er ljóð? Um hvað eiga ljóð að vera? Hvernig eiga ljóð að vera? Mega þau vera rímlaus? Orðum raðað í belg og biðu? Hvernig fólk semur ljóð? Hvernig semur fólk ljóð? Af hverju semur fólk ljóð? Hvaðan fær fólk hugmyndir í ljóðin? 2. Vertu skáld! Skrifaðu ljóð sem – samanstendur einungis af titli og tveimur orðum – samanstendur einungis af titli og fimm orðum 3. Hvernig ljóðum hefur þú mest gaman af? Finndu eitt ljóð sem þér finnst gott og skrifaðu það niður. Hvað er það við ljóðið sem hefur þessi áhrif á þig? Er það orðanotkunin? Myndmálið? Er það kannski stemmningin í því (gleði, hæðni, sorg, kaldhæðni …)? Veltu þessu fyrir þér, hvað er það sem gerir ljóðið áhugavert? 4. Haltu áfram með ljóðlistina og ljúktu við ljóðin: Andaglas Einu sinni enn Það liggur glas Fylgdu mér á hliðinni … segir þú … Leikur að ljóðum
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=