Kveikjur

153 Er þetta gott ljóð eða slæmt? Af hverju og af hverju ekki? Er það dæmigert eða óvenjulegt? Hver er að „skrifa“ ljóðið? Hver segir frá – hver er svokallaður ljóðmælandi? Býr endirinn til ákveðinn boðskap með ljóðinu? Hvernig, hvers vegna og hver er boðskapurinn? Ljóðið fjallar um Sigga, strák sem á sér ákveðin áhugamál. Hvernig virkar þetta ljóð ef því er snúið yfir á stelpu? Í lífinu er mikilvægt að eiga sér drauma, því þeir gera að verkum að maður heldur áfram að nenna að hafa fyrir því að leggja sig fram og elta markmiðin sín; segja mætti að draumarnir héldu manni lifandi og að án þeirra væri maður hálf dauður. Fyrri útgáfan er kraftmikil og niðursoðin, stuðluð og með takti sem smýgur inn í mann – seinni útgáfan er löng romsa sem segir það sama en er alls ekki eftirminnileg. Þetta þýðir alls ekki að öll ljóð hljómi eins og málshættir eða þurfi að gera það. Mörg ljóð hafa áhrif á allt annan hátt og í sumum þeirra er jafnvel notast við mikinn orðaflaum og setningafoss. Siggi er negldur Siggi er negldur við sætið. Glerið rennur af pallinum og sker höfuðið af í heilu lagi og það þeytist út í loftið. En það gerir ekkert til því hann var illmenni. Hann hafði skotið til bana móður og tvö börn. Siggi stóri hefur setið eins og myndastytta niðursokkinn, grafkyrr, og einbeitt sér, framan við vídeóið í hálfan annan klukkutíma. Og svo segir stærðfræðikennarinn að Siggi geti ekki setið kyrr. Höfundur: Thorstein Thomsen Þýðendur: Þórður Helgason og Michael Dal

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=