Kveikjur

Markmiðið með kaflanum er að skilja af hverju orð hafa meira vægi í ljóðum en í öðrum texta. Eitt orð getur kallað á sterkar tilfinningar og dregið fram hugsanir sem innihalda fjölmörg önnur orð og vísanir í önnur listaverk eða samfélagið sjálft. 9. kafli Unglingurinn sem ljóðaði yfir sig Hefurðu heyrt um unglinginn sem ljóðaði yfir sig? Hann tjáði sig svo mikið í ríkulegu og ljóðrænu máli á spássíur stílabóka og gula miða, með sms-skilaboðum og á netinu að hann varð alveg lj-óður! Í þessum kafla æfirðu þig í að koma auga á það sem finna má í ljóðum. Ljóð geta haft mikinn þunga og mikil tilfinningaleg áhrif á okkur með fáum orðum sem eru rétt valin og raðað rétt saman. Það er erfitt að ná fyllilega utan um það af hverju ljóð geta verið svona kraftmikil en hluti af töfrunum er stundum sá að þau ná á beinskeyttan hátt utan um kjarna málsins og stundum utan um kjarna alls lífsins. Skoðum eitt dæmi um mátt orða. Til er ljóðlína sem hljóðar svona: Dáið er allt án drauma. Þetta er í sjálfu sér afar einföld samsetning á fimm ósköp venjulegum orðum. En áhrif þeirra eru mikil, miklu meiri en ef við myndum nota fleiri orð til að lýsa inntakinu, til dæmis með svona langloku: 152

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=