141 í skólum, hætt í skólum. En nú eru þau komin í íbúð sem þeim líkar, bæði honum og mömmu. Það er fallegt útsýni úr stofuglugganum, það sést aðeins glitta í sjóinn og í Esjuna handan við húsþökin. Og það er líka fallegt útsýni héðan úr sætinu hans. Nú hefur sögumaður skipt um sjónarhorn frá síðasta kafla. Hann tekur sér stöðu hjá Tristan og sér sama atvik með hans augum. Er annar tónn í sögumanni, núna þegar hann segir söguna út frá sjónarhorni Tristans? Skiptir máli hvort persónan er stelpa eða strákur? Af hverju heldur Tristan að krakkarnir haldi að hann gæti verið upprennandi rappari eða körfuboltastjarna? Hann tók strax eftir henni þegar hann kom inn í bekkinn. Hún glápti ekki á sama hátt og hinir krakkarnir. Hún horfði á hann en augnaráðið var einhvern veginn öðru vísi en hjá hinum. Hann er ekkert reiður þeim sem glápa, það er alveg eðlilegt að þau stari á það sem er þeim framandi. Þetta líður fljótt hjá, hann verður hversdagsleg sjón eftir nokkra daga. En hún starði ekki, hún horfði bara á hann. Hann getur ekki útskýrt það betur fyrir sjálfum sér. Hún horfði á hann, Tristan, ekki á nýja, svarta strákinn. Skilur þú muninn á því að horfa, glápa eða stara á einhvern? Sum orð eru „sterkari“ en önnur og er þá talað um að þau séu gildishlaðin. Þau geta verið ýmist jákvæð eða neikvæð að merkingu en eiga það sameiginlegt að hafa meira gildi en orð svipaðrar merkingar sem telst vera hlutlaust. Þannig getur „horfa“ talist nokkuð hlutlaust eitt og sér á meðan „glápa“ og „stara“ hafa sterkari merkingu og þar með meira gildi (eru gildishlaðin). Hann tók fyrst eftir augnaráðinu og svipnum, síðan ljósu yfirbragðinu, húðinni sem er hvít þrátt fyrir sólríkt sumar, ljósjörpu hárinu sem glitrar í birtunni frá glugganum eins og gullþræðir væru spunnir í það. Hún er falleg. Falleg og einhvern veginn brothætt. Hendurnar sem liggja uppi á borðinu eru svo grannar, fingurnir eru langir og mjóir og herðarnar undir blárri peysunni líta ekki út fyrir að geta borið þungar byrðar. Samt er ekkert veiklulegt við hana, hún er bara svo fíngerð, eins og postulínsdúkka, eins og prinsessa … Lýsingin í málsgreininni hér að ofan er fremur ljóðræn og þar er notast við innihaldsrík og djúp orð sem eru gildishlaðin (sólríkt sumar, ljósjarpt hár, gullþræðir … ). Er þessi tónn trú- verðugur fyrir strák í 10. bekk? Hvernig væri textinn ef orðin væru meira hlutlaus en ekki gildishlaðin?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=