Kveikjur

138 að sussa á krakkana áður en hún tekur aftur upp þráðinn í ræðunni um mikilvægi námsins í 10. bekk. Íris hallar sér aftur á bak í stólnum og horfir út um gluggann. Ef hún myndi snúa sér í átt að Eydísi, sem liggur makindalega fram á borðið, gæti hún virt nýja strákinn fyrir sér. En auðvitað fer hún ekkert að glápa á hann. Af hverju brestur á með grafarþögn í bekknum? Er hann svartur? Hann er talsvert dekkri á hörund en hinir krakkarnir, hárið er snarhrokkið og svart, augun dökk. Hann er öðru vísi, framandi. Nafnið hans er líka óvenjulegt. Tristan. Henni finnst að hún hafi heyrt það áður en man ekki hvar. Hún laumast til að líta til hliðar svo lítið ber á. Hann er að merkja stílabækurnar sínar. Benni hvíslar einhverju að honum og hann brosir. Svo réttir hann úr sér í sætinu og lítur í kring um sig í stofunni. Íris flýtir sér að líta undan. Vonandi tók hann ekki eftir að hún var að horfa á hann. Taktu eftir því hvernig myndin af bekknum, skólanum og kennurunum er smám saman að skýrast og þú veist alltaf meira og meira um hópinn. Er þetta í takt við þína reynslu sem nemandi í grunnskóla? Eru þetta trúverðugar aðstæður? Það er ekki margt gert þennan fyrsta skóladag annað en að taka við bókum og hlusta á kennarana sem koma einn af öðrum og brýna fyrir þeim aftur og aftur hversu mikilvægt þetta skólaár sé. Það er eins og öll framtíð þeirra byggist á því að þau sitji sveitt við að læra allan veturinn, já, jafnvel framtíð alls heimsins eins og hann leggur sig. Íris finnur hvernig syfjan leggst yfir hana eins og mjúkt teppi og masið í Guðrúnu dönskukennara breytist í fjarlægt suð. Hún hallar sér fram og setur hönd undir kinn. Augnlokin verða þyngri og þyngri og værðartilfinningin yfirbugar hana svo hún dottar fram á borðið. Allt í einu hrekkur hún upp við hvassa áminningu: – Íris Sól! Þú ert þó ekki sofnuð í fyrsta tímanum? Ekki lofar það góðu! Íris finnur hvernig blóðið hleypur fram í kinnarnar. Hrikalegt hvernig hún roðnar alltaf. Hún horfir niður á opna dönskubókina meðan hún muldrar eitthvað um að hún hafi ekkert verið sofandi. Óþolandi kerling, óþolandi danska, óþolandi skóli. Og verst af öllu er að hún finnur að hann er að horfa á hana. Hver er tilgangurinn með þessari senu þar sem Íris Sól sofnar í tímanum? Sögumaður segir frá hennar innri viðbrögðum þar sem hún bregst harkalega við, bæði í garð kennarans, dönskunnar og líka í eigin garð. Hverju bætir þetta við álit þitt á Írisi? Þegar óbeinar persónulýsingar eru notaðar er einmitt mikilvægt að horfa vel eftir öllum svona

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=