137 ingu, að láta lesandann hafa ögn fyrir því að safna upplýsingunum saman – ekki í þeim tilgangi að gera honum erfitt fyrir heldur til að byggja upp eftirvæntingu, að fá lesandann til að lesa áfram fyrir forvitni sakir. Þegar bjallan hringir flykkjast krakkarnir inn í skólann. Þórey verður áfram með umsjón með bekknum eins og tvo síðastliðna vetur og hún tekur brosandi á móti þeim í dyrunum á stofunni þeirra. Íris brosir á móti þegar hún heilsar henni. Þórey getur svo sem verið alveg ágæt. Íris gengur að gamla sætinu sínu í öftustu röð við gluggann. Eydís hengir töskuna sína á stólinn við hliðina. Þær hafa verið sessunautar undanfarna vetur og Íris hefur ekkert á móti því að þær sitji saman áfram þótt þær séu ekkert nánar vinkonur. Þær eru nágrannar og eru samferða í skólann flesta morgna. Eydís er ágætis stelpa en þær eiga ekki margt sameiginlegt og stundum getur hún jafnvel farið svolítið í taugarnar á Írisi. Eins og þetta með nýja strákinn. Hverjum er ekki sama hvernig hann er á litinn? Það er alla vega ekkert til að súpa svona hveljur yfir. Það er enginn nýr strákur sjáanlegur núna svo kannski er þetta allt saman tóm vitleysa. Þau eru nýsest í sætin og Þórey er farin að messa yfir þeim um mikilvægi þessa síðasta vetrar í grunnskóla þegar drepið er á dyrnar. Þórey opnar fyrir skólastjóranum sem kemur inn, heilsar og býður krakkana velkomin aftur í skólann. Í fylgd með honum er strákur. Nýi strákurinn. – Þetta er Tristan, segir skólastjórinn. – Tristan, þetta eru nýju bekkjarfélagarnir þínir. Þau eru bestu skinn þótt þau geti verið dálítið fyrirferðamikil stundum. Skólastjórinn brosir til krakkanna og klappar á öxlina á Tristan að skilnaði. Hann stendur fyrir framan hópinn án þess að hreyfa sig á meðan Þórey og skólastjórinn skiptast á einhverjum orðum í hálfum hljóðum. Þegar dyrnar lokast að baki skólastjórans snýr Þórey sér að honum og segir: – Tristan minn, vertu velkominn í hópinn. Nú þurfum við að finna handa þér sæti … Hún skimar yfir hópinn. Borðunum er raðað saman tveimur og tveimur og flestir sem sitja saman hafa gert það lengi. Benni veifar til Þóreyjar. Hann situr aftast í stofunni og hefur hallað stólnum upp að veggnum svo hann geti teygt makindalega úr löngum löppunum. Borðið við hliðina á honum er autt. – Það er pláss hérna! Tristan gengur að borðinu. Um leið og hann fær sér sæti kinkar hann kolli til Benna og segir: – Takk fyrir! Á meðan á þessu stendur er grafarþögn í stofunni. Íris man varla eftir annarri eins þögn í bekknum sem hefur annars orð á sér fyrir að vera í meira lagi málgefinn. En nú er eins og krakkarnir hafi haldið niðri í sér andanum allt frá því skólastjórinn birtist með Tristan sér við hlið þar til núna þegar hann fær sér sæti við hlið Benna og byrjar að taka upp úr töskunni sinni. Þá berst lágvær kliður um stofuna og Þórey þarf
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=