Málfræðingar og áhugamenn um íslensku segja gjarnan söguna af því hvernig orðið peysa kom inn í íslenskuna. Sagan segir að þegar franskir sjómenn komu hingað hafi þeir bent á bændurna og kallað „paisan, paisan“ – sem þýðir „bóndi, bóndi“ á frönsku. Íslensku bændurnir eiga að hafa misskilið Frakkana, haldið að þeir væru að benda á ullarpeysurnar og farið að kalla þær peysur í kjölfarið. Þetta er skemmtileg saga. En er hún sönn? Hvað segir netið um málið? Af hverju förum við á klósettið? Hvers vegna heitir klósett klósett á íslensku? Hver er skyldleiki þess orðs við enska orðið „closet?“ Hvaðan kemur orðið salerni og hvað þýðir það? Hvernig skrækir heyrast í salerni, þessum skrýtna fugli? Og hvaðan er komið orðatiltækið „að ganga örna sinna?“ Hvaða erlendu orðum er orðið kamar skylt? Óundirbúinn flutningur Dragðu miða hjá kennara og haltu ræðu um efni hans – í eina mínútu. 11. Er enska mjög skyld íslensku? Lestu eina opnu í orðabók, t.d. á ensku. Skráðu hjá þér öll orð sem þér sýnist eiga skyldleika við íslensk orð. Hversu hátt er hlutfallið á þessari opnu? Berðu niðurstöðurnar saman við niðurstöður annarra í bekknum. Er hlutfallið svipað? 9. 10. 129
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=