Kveikjur

11 Ég man líka! Skrifaðu þín eigin minningabrot sem byrja á orðunum „Ég man …“ Hugsaðu fyrst og fremst um að brotin þurfi að hafa sérstakt gildi fyrir þig, þótt það sé líka gaman ef þau hafa gildi fyrir aðra. Miðaðu við að skrifa a.m.k. fimm minningabrot, en gættu að þér, því ef þú leyfir þér að fara á flug með þetta verkefni gæti það orðið mjög skemmtilegt og fyllt margar blaðsíður! Ég man Sköpun þarf ekki að vera umfangsmikil eða flókin til að teljast vera sköpun eða hafa áhrif. Stutt textabrot, skrifað af tilfinningu, getur skilað mjög miklu, eins og sést í þessum minningabrotum frá Þórarni Eldjárn: Ég man brotakex frá Kexverksmiðjunni Esju í brúnum bréfpokum. Ég man þegar Kiljan fékk Nóbelsverðlaunin. Ég man Danmörk-Ísland 14:2. Þessi stuttu textabrot hafa líklega ekki mikla merkingu fyrir þig – eða hvað? En fyrir foreldra þína, ömmur og afa hafa þau mjög líklega meiri merkingu og brotin geta kallað fram ótal hugrenningar, minningar og tilfinningar. Samt er hvert brot bara nokkur orð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=