125 5. Orðaforði íslenskunnar skiptist í erfðaorð, tökuorð, nýyrði, nýmerkingar og slangur. Fyrir hvað standa þessir flokkar? • Hvað eru erfðaorð? Er hægt að erfa orð? Hvaðan? • Hvaðan eru tökuorð tekin? Af hverju? • Hver er munurinn á nýyrðum og nýmerkingum? • Hvað er slangur? Kunnið þið einhver slanguryrði? Hverjir nota helst slangur? Flokkið orðin hér í erfðaorð, tökuorð, nýyrði, nýmerkingar og slangur: maður sjónvarp hlaupa engill gúgla tölva skjár unglingur pósta skip nörd ske mjólk hippi fíkniefni bögg 6. Búið til nýyrði yfir öll orðin í þessari málsgrein: Ný félagsmiðstöð opnar í grunnskólanum á mánudag og eru unglingarnir mjög spenntir! Hvernig gekk? Var auðveldara að búa til nýyrði yfir einhver orð umfram önnur? 7. Þótt Íslendingar hafi verið þjóða duglegastir við að finna nýyrði þá hafa erlend orð og orðasambönd náð góðri fótfestu í íslensku talmáli. Nokkur dæmi um þetta eru hæ, bæ, fíla, meikar sens og ókei. Af hverju nær sumt að festast svona í málinu en annað ekki? Leitaðu upplýsinga á netinu um slangur, finndu nokkur skemmtileg slangurorð sem þú þekkir ekki og skoðaðu merkingu þeirra, pældu í því hvort þér finnst slangurorðin lýsa merkingunni vel. Slangur er annað og meira en að sletta á ensku. Það er óformlegt mál eða orðaval, oft notað innan ákveðinna hópa og meðal unglinga. Slangur byggir oft á myndrænum lýsingum, orðaleikjum og húmor.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=