123 Orðin í tungumálinu hafa mismunandi hlutverk. Það er auðvelt að útskýra merkingu flestra orða og ef þið lítið í kringum ykkur þá sjáið þið strax orð sem auðvelt er að útskýra, t.d. gluggi sem í íslenskri orðabók er útskýrt svona: „op (á húsi eða bíl) með gagnsæju efni, t.d. gleri.“ Hvítur skilgreint sem „litur eins og á nýföllnum snjó“ og að lesa er „að raða saman leturtáknum í orð og setningar“. Hvernig ætli orðabók útskýri snjó, í landi þar sem aldrei fellur snjór? Hins vegar er erfiðara að útskýra merkingu ýmissa annarra orða – sem hafa samt mjög mikla þýðingu í tungumálinu. Hvað merkja orðin en – og – í – að – ekki – hó? Hægt er að flokka orð sem inntaksorð og kerfisorð. Inntaksorð eins og gluggi, hvítur og lesa hafa mikla merkingu. Kerfisorð eru líka merkingarbær, en á annan hátt. Merkingu þeirra er ekki hægt að fletta upp í orðabók en þau gera samt heilmikið gagn í tungumálinu. Skoðið þessa málsgrein sem er án kerfisorða: Kerfisorð Birtutíminn morgnana styttist rúmar 6 vikur Íslandi færum klukkuna vetrartíma. Inntaksorð á um á Og svo þessa þar sem þeim hefur verið bætt inn: Birtutíminn á morgnana styttist um rúmar 6 vikur á Íslandi vegna þess að við færum ekki klukkuna aftur yfir á vetrartíma. Hvor málsgreinin er skiljanlegri? Orðflokkar eru sagðir annað hvort opnir eða lokaðir. Hvað ætli það merki? Jú, einfaldlega að opnir orðflokkar taka við nýjum orðum en ekki lokaðir. Og hverjir eru þá þessir opnu orðflokkar? Er hægt að búa til ný sagnorð? En nafnorð? Hvað með lýsingarorð? Fornöfn? Atviksorð? Hvernig tengjast inntaksorð og opnir orðflokkar? 4. Hver og ein(n) í hópnum skrifar hjá sér tvær málsgreinar. Því næst skrifar hver sínar málsgreinar upp aftur – en nú án kerfisorðanna. Hópurinn skoðar loks saman eina málsgrein í einu og reynir að ráða í merkinguna. Eru málsgreinarnar skiljanlegar án kerfisorðanna? Er auðvelt að geta í eyðurnar, finna út hvaða orð vantar?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=