119 Spænska, ítalska og franska tilheyra rómönskum málum, ásamt mörgum fleiri tungumálum. Það er auðvelt að sjá skyldleikann með því að bera saman orð: ÍSLENSKA ENSKA DANSKA ÞÝSKA hús house hus Haus bíll automobile bil Auto líf life liv Leben móðir mother mor Mutter maður man mand Mann Öll tungumál eiga sín sérkenni en ótrúlega oft er hægt að finna orð sem eru skyld á milli tungumála. Enska, danska, íslenska, norska, sænska, þýska, færeyska og hollenska innihalda ógrynni af orðum sem eru eins eða mjög lík. Mörg tungumál heimsins innihalda einhver orð sem eiga rót sína í latínu, ekki síst enska, franska, spænska, ítalska og önnur vestræn tungumál. Íslenska er svolítið sér á parti vegna þess að við höfum alltaf reynt að búa til nýyrði fyrir ný fyrirbæri, t.d. orðin tölva, sjónvarp, snjallsími og farsími. Kosturinn við þetta er að nýju orðin eru oftar en ekki gegnsæ, þ.e.a.s. merking þeirra er auðskiljanleg út frá orðhlutunum og merkingu þeirra. Farsími er gott dæmi um gegnsætt og einfalt orð sem er alíslenskt og mikið notað, á meðan margar aðrar vestrænar þjóðir nota orðið ‘mobile’. Fernseher fjernsyn sjónvarp television systir søster sister Schwester faðir far father Vater Ég Ich I Jeg jörð jord earth Erde Hugleiðing Íslenska er meira en þúsund ára gamalt tungumál. Hvernig varð það til? Ræðið saman og komið með tilgátu um uppruna íslenskunnar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=