Kveikjur

115 Punktur, punktur, komma, strik 11. Hér er texti án allra greinarmerkja. Skrifaðu hann upp með greinarmerkjum og gættu að reglunni um stóran staf. menn verða að gera sér það ljóst að það er líka hægt að spilla tungunni með leiðinlegum eða rangmynduðum orðum af alíslenzkum toga spunnum ég nefndi orðið prentsmiðja sem ætti að merkja smiðju þar sem prent er búið til eins og verksmiðja ætti að merkja smiðju þar sem verk eru búin til bæði orðin eru vanskapningar þegar fótboltaleikur fluttist hingað til lands báðu menn lærðan málhreinsunarmann að búa til íslenzkt orð yfir þennan leik og þannig var orðinu knattspyrna nauðgað inn í málið í þessum leik er ekki leikið með knött heldur hlut sem fer ágætlega á að haldi heitinu bolti knöttur er gagnþéttur og þungur það heyrir hver maður með óspillta heyrn á hljómi orðsins bolti er léttur það er loft innan í honum það er líka auðheyrt á hljómi orðsins og í þennan bolta er ekki spyrnt heldur sparkað það er ekki spyrnt í hlut nema hann veiti viðnám fótbolti er því ágætt orð vonandi á máltilfinning þjóðarinnar eftir að útrýma orðinu knattspyrna eins og hún neitaði að taka við orðinu vindling í merkingunni sígaretta menn fundu að vindlingur gat ekki verið annað en lítill vindill og í þeirri merkingu er orðið sjálfsagt 12. Hvaða heimilistæki notar þú mest? Nú skaltu setja saman leiðbeiningar um notkun á uppáhaldsheimilistækinu þínu. Hafðu þær einfaldar, tölusettar og skýrar, þannig að hver sem er geti notað þær með góðum árangri. Í bókinni Beinagrindur – Handbók um ritun finnurðu leiðbeiningar um ritun af þessu tagi. 13. Þú hittir ferðalang sem er að leita að næstu sundlaug. Gefðu honum greinargóðar leið- beiningar – á blaði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=