Kveikjur

114 8. Skrifaðu notkunarleiðbeiningar fyrir sjálfa(n) þig. Hafðu húmorinn að leiðarljósi. Hvaða notkunarreglur þarf fólk að hafa í huga í umgengni við þig ef þú átt að virka vel? Hvernig notkun á þér getur látið þig „bila“? Vertu sérfræðingur! Á hverju hefur þú brennandi áhuga? Hvað finnst þér spennandi og skemmtilegt? Hugsaðu vel um þetta því nú áttu að gerast sérfræðingur og skrifa fræðigrein. Veldu þér afmarkað efni til að skrifa um og kynntu þér hvernig fræðigrein er sett upp. Þú getur bæði skoðað tímarit og vefsíður á netinu, t.d. Vísindavefinn. Fyrirsögn Undirfyrirsögn Efnisgreinar eru textinn á milli greinaskila og getur náð allt frá örfáum málsgreinum upp í fjölmargar. Efnisgrein fjallar um ákveðið efni og þegar skipt er um umræðuefni eða áherslu hefst ný efnisgrein og þá þarf að gæta að greinaskilum. Lykilorð eru oft feitletruð, skáletruð eða undirstrikuð í texta. Þetta er mynd. Fyrir neðan hana er myndatexti. Myndatexti Að lýsa hlut Nú áttu að lýsa uppáhaldshlutnum þínum. Settu saman ítarlega lýsingu á honum en ekki nefna hann á nafn. Æfðu flutninginn fyrir framan spegilinn heima. Hvaða áhrifum nærðu með því að horfa á áheyrendur? Hvenær er gott að vera með áhersluhlé? 10. 9.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=