113 5. Gerðu þér glósur úr þessum texta úr stærðfræðibókinni Átta–tíu 1. Þú getur notað lykilorð, hugtakakort, myndir eða hverja þá aðferð sem þér finnst best. Við leit að frumtölum má stytta sér leið með því að notfæra sér þekkingu sína á ferningstölum og ferningsrót. Hér gefst þér tækifæri til að skoða þessi hugtök nánar. Ferningstölur standa fyrir fjölda sem raða má í ferning. Ferningstala er tala sem hafin hefur verið í annað veldi. Þegar fundin er ferningsrót tölu er fundin sú tala sem margfölduð hefur verið með sjálfri sér til að fá ferningstöluna. Ferningsrótin af 49 er 7 af því að 7 · 7 eru jafnt og 49. Fjöldanum 49 má raða upp í ferning með hliðarlengdina 7. Útdráttur úr fræðigrein Notaðu hugarkortið úr æfingunni á blaðsíðu 106 og þekkingu þína eftir lestur greinarinnar til að skrifa útdrátt úr henni. Útdráttur felur í sér helstu aðalatriðin en lengd hans getur verið u.þ.b. þriðjungur af upphaflega textanum. Mundu að nota þín eigin orð af fremsta megni og hafa upphaf, miðju og endi. 6. Skiljum við á ólíkan hátt? Vinnið saman í pörum. Lesið stuttan fræðitexta hvort í sínu lagi og punktið niður fimm lykilorð eða aðalatriði – um hvað fjallar þessi grein? Berið saman niðurstöðurnar að því loknu. Eru báðir nemendur með sömu punktana eða er niðurstaðan ólík? Af hverju? Rökstyðjið eigið val og endið verkefnið á því að sameina þessa punkta í þá fimm sem þið getið verið sammála um. 7.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=