111 Lykilorð er orð sem felur í sér mikla merkingu fyrir textann í heild og er stundum kallað aðalatriði. Það getur verið hugtak, nafn, ártal, kenning o.fl. 2. Æfðu þig í því að finna lykilorð. Lestu textann Hvað er táknmál? hratt yfir og skráðu niður 1–3 lykilorð. Lestu hann svo aftur yfir. Finnurðu ný lykilorð? Skilurðu textann betur með hjálp lykilorðanna? Í ÍSLENSKT FINGRASTAFRÓF Ý Y Z Þ Æ Ö A N T Á J O Ó U Ú B K F P V C L G R W D M H S X É E Ð Í I Q Æ Svar Flestir sem eru heyrnarlausir tala táknmál og líta á það sem sitt móðurmál. Táknmál er myndað með hreyfingum handa, höfuðs og líkama, með svipbrigðum, munn- og augnhreyfingum. Í táknmáli fær augnsambandið aukið mikilvægi því að í samskiptum á táknmáli verður alltaf að halda augnsambandi við viðmælandann. Svipbrigði fá aukna og ákveðna merkingu eða málfræðilegt hlutverk og staða líkamans hefur áhrif á blæbrigði og merkingu. Munnhreyfingarnar og svipbrigðin eru í mörgum tilvikum framandi meðal þeirra sem ekki þekkja til. Þessir hlutar táknmálsins eru þó jafnmikilvægir og hreyfingar handanna og órjúfanlegur hluti málsins. Vísindavefurinn.is Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=