110 Á bernskuárunum í Domrémy í AusturFrakklandi var hin unga Jeanne eins og hver önnur bóndadóttir. En sumardag einn 1424, þegar hún var 12 ára, heyrði hún skyndilega himneskar raddir, sem sögðu henni að frelsa land sitt. Raddirnar birtust henni hvað eftir annað og þegar þær höfðu í langan tíma krafist þess að hún skyldi hrekja Englendinga á brott, ákvað hún að fara á fund ríkisarfans, Karls 7. Þá var allt landið norðan Louire-fljóts á valdi Englendinga og bandamanna þeirra, hinna frönsku Búrgúnda. Þótt ríkisarfinn væri vantrúaður lét hann stúlkunni í té dálítinn herafla, sem í maí 1429 réðist inn í Orléans. Fáum dögum síðar höfðu Englendingar verið hraktir á flótta og borgin var frelsuð. Með sigrinum óx baráttuvilji í franska hernum og þegar Mærin af Orléans, eins og hún var nú kölluð, vann annan sigur á Englendingum við Patay var bóndadóttirin kölluð frelsari Frakklands. En skömmu síðar tók að halla undan fæti. Ráðgerð frelsun Parísar í september 1429 mistókst algerlega og í maí 1430 var Jeanne d‘Arc tekin til fanga. Hún var dregin fyrir kirkjulegan dómstól og ákærð fyrir að vera í bandalagi með djöflinum. Þann 30. maí 1431 var þessi nú 19 ára stúlka brennd á báli sem galdrakona. 25 árum síðar var dauðadómnum snúið við og Jeanne d‘Arc er nú meðal dýrlinga kaþólsku kirkjunnar. Það ríkir ekki mikill vafi á staðreyndum varðandi ævi Jeanne d‘Arc, en sagnfræðingar eru hins vegar ekki á einu máli um eiginleika hennar sem herstjórnanda. Hefð hefur myndast fyrir því að telja hana fyrst og fremst hafa vakið baráttuvilja hermannanna. En t.d. hernaðarsagnfræðingurinn Stephen W. Richey telur að hún hafi búið yfir talsverðri stjórnlist og náð að snúa taflinu með eigin uppfinningum. Réttarhöldin yfir bóndadótturinni eru vel skjalfest, en allmörg atriði má á hinn bóginn afskrifa sem uppspuna. Það gildir t.d. um þá sögn að þurft hafi að brenna hana þrisvar áður en hjartað brann loks til ösku. Að bAki Arfsögninni JÓHAnnA Af örk Á aðeins 19 ára ævi sinni náði Jeanne d‘Arc að endurverkja baráttuhug Frakka með nokkrum sigrum á bandalagsherjum Englendinga og Búrgúnda. Í maí reið Jeanne d‘Arc inn í Orléans eftir hinn fyrsta af fleiri merkilegum hernaðarsigrum. bóndadóttir stjórnaði franska hernum Jeanne d‘Arc reyndist egypsk múmía Árið 1867 fann lyfsali í París krukku með brunnum beinaleifum uppi í hillu. Á miðann var skráð að í krukkunni væru leifar af báli Jeanne d‘Arc 1431. Árið 2006 rannsakaði réttarlæknirinn Philippe Charlier þessar leifar og komst að þeirri niðurstöðu að um líkamsleifar Egypta væri að ræða og lík hans hefði verið smurt á 3.–6. öld f. Kr. Múmíur voru eftirsóttar á þessum tíma og líklegast þykir að lyfsalinn hafi meðhöndlað beinaleifar múmíu og breytt þeim í leifar þessarar frönsku hetju. Franski réttarlæknirinn Philippe Charlier afhjúpaði svikin. Heimild: Lifandi vísindi 2/2012
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=