Kveikjur

109 Viltu vita meira? Kíktu þá á www.visindi.is Húðin á vísifingri er ofurnæm fyrir snertingu. Þessi eiginleiki kemur sér vel þegar lesið er blindraletur. Blindir skynja hraða orðræðu Þýskir vísindamenn hafa rannsakað hvort þeir sem fæddir eru blindir eigi hægar með að skilja mælt mál þegar fjöldi atkvæða á tilteknum afmörkuðum tíma er aukinn. Þegar við tölum hratt getur hraðinn orðið sex atkvæði á sekúndu. Heilinn á í basli með að fylgjast með ef hraðinn eykst umfram þetta og þegar orðræðan nemur tíu atkvæðum á sekúndu er engin leið fyrir okkur að skilja það sem sagt er. Þegar atkvæðafjöldinn verður meiri en tíu á sekúndu hættum við að skynja atkvæðin sem slík og heyrum einungis hávaða í stað máls. Þetta átti við um þá sem hafa fulla sjón en sumir blindir geta skilið mælt mál, jafnvel þótt hraðinn á innspiluðu tali sé aukinn upp í 25 atkvæði á sekúndu, sem er miklu meiri hraði en nokkur er fær um að tala á. Í þessu sambandi kom í ljós, enn og aftur, að blindir beita heilastöðvum til að skilja orðaflauminn, sem að öllu jöfnu eru notaðar fyrir sjónskyn hjá þeim sem hafa sjón. Í bandarískri rannsókn, sem birt var í febrúar í ár, tókst að sýna fram á að vinstri hluti heilastöðvanna sem nefnist hnakkabörkur, sem að öllu jöfnu hýsir sjónstöðvarnar, er virkjaður hjá blindum þegar þeir reyna að skilja setningar. Þetta þýðir með öðrum orðum að sjónstöðvarnar, sem að öllu jöfnu ættu að vera ónotaðar hjá blindum, eru teknar í notkun í tengslum við úrvinnslu tungumáls, sem viðbót við þær heilastöðvar sem venjulega eru notaðar í þessa vinnslu. Taugatengingunum milli ólíkra hluta heilans er þannig hagað að engin heilastarfsemi fer til spillis. Öllu eru þó takmörk sett, því á síðasta ári tókst kanadískum vísindamönnum að hrekja þá tilgátu að blindir hafi þróaðra lyktarskyn en aðrir. Flestir þeir sem blindir eru hafa í rauninni þróað lyktarskynið þannig að þeir geti ratað eftir því, en lyktarskyn er engan veginn betra hjá blindum en þeim sem hafa fulla sjón. Á því leikur enginn vafi að blindir eru með heyrnar- og snertiskyn sem skarar fram úr sambærilegum skynfærum fólks með sjón. Þá hafa breskir vísindamenn einnig komist að raun um að þeir sem fæddir eru heyrnarlausir þróa á sama hátt með sér sjón sem er betri en þeirra sem hafa heyrn, að því leyti er varðar getu til að skynja hluti í útjaðri sjónsviðsins, því sem kallast jaðarsjón. Þá hafa tilraunir með ketti sem fæðast heyrnarlausir einnig sýnt fram á að heyrnarstöðvar heilans eru teknar í notkun svo um munar, í því skyni að bæta jaðarsjón kattanna. Leiða má getum að því að sama máli gegni um sjón mannanna. Þessi endurskipulagning heilans er gerleg sökum þess að við erum öll með ógrynni af tengingum milli heilastöðvanna sem sinna ólíkum skynfærum. Við höfum enn fremur brýna þörf fyrir að samhæfa skynáhrifin til að fá sem flestar upplýsingar frá þeim. Þegar við heyrum einhvern tala, þá gagnar það skilningi okkar að geta fylgst með vörum viðkomandi meðan á því stendur. Þeir sem fæddir eru blindir eða heyrnarlausir myndu hins vegar nota og styrkja heilatengingarnar til að bæta upp fyrir það skynfæri sem þá skortir með því að nýta heilasvæðin í öðrum tilgangi en ætlunin var með þeim. Á þann hátt fá blindir og heyrnarlausir að njóta ótrúlega öflugs sveigjanleika heilans. Gagnlegar upplýsingar Blindir fá aðstoð við að sjá með tungunni Blindir geta nú fengið sjónrænar upplýsingar um umhverfi sitt gegnum rafræna örvun tungunnar, en þessi tiltekna tækni nefnist BrainPorttækni. Plötu með rafeindum er komið fyrir á tungunni og með notkun örtölvu er myndum úr upptökuvél, sem fest er við sólgleraugu, breytt í vægan rafstraum í rafeindunum. Þannig geta þeir blindu skynjað mynd á tungunni og gert sér grein fyrir lögun hennar og hreyfingum. Heilasneiðmyndir hafa leitt í ljós að blindir nota sjónstöðvar heilans þegar þeir verða fyrir örvun á tungunni. Breski hermaðurinn Craig Lundberg notar BrainPort. Hann missti sjónina í Írak árið 2007. Heimild: Lifandi vísindi 10/2011

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=