Kveikjur

argir hafa þá hugmynd að blindir og heyrnarlausir búi yfir getu til að skerpa þau skynfæri sem ekkert amar að. Þessi tilgáta hefur á hinn bóginn ekki verið sönnuð fyrr en fyrir skemmstu. Í ljós kom að blindir eru fljótari að skynja með snertiskyninu en þeir sem hafa fulla sjón. Þeir eiga jafnframt auðveldara með að staðsetja hljóð í rými og fyrir vikið geta blindir skilið mjög hratt tal sem við hin fáum engan botn í. Heyrnarlausir koma svo aftur á móti auðveldlega auga á hluti í útjaðri sjónsviðsins en þeir sem eru með fulla heyrn og þeir skynja hreyfingar að sama skapi betur. Vísindamennirnir hafa ekki einungis fært sönnur á að blindir og heyrnarlausir nýti önnur skynfæri betur, heldur hefur þeim einnig tekist að skýra fyrirbærið að nokkru leyti. Með heilasneiðmyndum hefur nefnilega tekist að sýna að önnur skynfæri taka við hlutverki sjónstöðva heilans hjá þeim sem eru blindir. Hjá þeim myndast einfaldlega nýjar tengingar í heila og ýmislegt virðist benda til þess að áþekkar tengingar verði hjá heyrnarlausum. Fullorðið fólk, sem fætt er heyrnarlaust, á auðveldara með að sjá hluti í útjaðri sjónsviðsins en þeir sem hafa fulla heyrn. Margir blindir eru færir um að lesa á ógnarhraða. Fingurnir færast á fleygiferð yfir upphækkuðu punktana, sem mynda bókstafina í blindraletri, og blindraleturslesendur geta lesið yfir tíu tákn á sekúndu. Þessi staðreynd leiddi til þess að bandarískir vísindamenn ákváðu á síðasta ári að kanna hvort blindir byggju yfir betra snertiskyni en þeir sem hafa sjón og í ljós kom að sú var raunin, einkum meðal þeirra sem voru fæddir blindir. Þeir skynjuðu fyrr áhrif á húðina með fingurbroddi vísifingurs, hugsanlega sökum þess að þeir taka í notkun heilasvæði sem sjáandi nota í tengslum við sjónskynið. Eldri rannsóknir höfðu nefnilega leitt í ljós að hlutar af aftasta hluta heilabarkarins, þar sem að öllu jöfnu er unnið úr sjónskynjunum, eru virkjaðir þegar blindir lesa blindraletur. Þeir sem fæddir eru blindir eiga jafnframt auðvelt með að ákvarða hljóðtíðni og að átta sig á hvaðan hljóð berst. Þetta mætti einnig orða á þann veg að þeir ættu auðveldara með að lesa úr hljóðaumhverfi sínu en þeir sem hafa sjón. Í kanadískri rannsókn, sem gerð var með hjálp heilasneiðmynda fyrir skemmstu, kom í ljós að skýringin kann að vera sú að hlutar heilans sem sjáandi fólk notar til að vinna úr sjónhrifum og sem ljá þeim tilfinningu fyrir rými, eru virkjaðir hjá blindum þegar þeir lesa úr hljóðskynjunum. Nokkurn veginn alveg það sama kom í ljós í bandarískri rannsókn sem gerð var og fyrir vikið mætti eiginlega segja að blindir sjái með eyrunum. BLINDIR OG HEYRNARLAUSIR ERU MEÐ OFURSKYNFÆRI NÝTT UM HEILANN Þeir sem hvorki heyra né sjá vinna að sumu leyti bug á fötlun sinni með því að skerpa önnur skynfæri. Þetta hefur að minnsta kosti verið sagt í áraraðir. Í raun réttri eru þetta ekki orðin tóm, því nýjustu rannsóknir renna stoðum undir tilgátuna. M Blindir nota sjónstöðvarnar til að heyra með Hópi bandarískra, belgískra og franskra vísindamanna, með Laurent A. Renier frá Georgetown University Medical Center í broddi fylkingar, tókst fyrir skemmstu að sýna fram á að þeir sem fæddir eru blindir nýta sjónstöðvarnar til að ákvarða hvaðan tiltekið hljóð berst og hver tíðni hljóðsins er. Sjónstöðvar er að finna í heilaberkinum aftan í heilanum en hjá blindum eru stöðvarnar„ónýttar“ hvað þetta hlutverk varðar og eru þess í stað notaðar til að vinna úr áhrifum hljóðs. Sjónstöðvar Enni Tölvulíkanið hefur að geyma gögn úr heilasneiðmyndum blindra og fólks með fulla sjón. Appelsínuguli liturinn gefur til kynna hvar í heilanum sé meiri heilastarfsemi hjá blindum en þeim sem sjá, þegar unnið er úr hljóði. Meiri heilavirkni hjá blindum en þeim sem sjá Hnakki 108

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=