107 Þegar þú hefst handa við sjálfan lesturinn (eftir forlesturinn) skaltu muna að hlusta á þig eftir hverja málsgrein og spyrja þig: • Skil ég efni greinarinnar? • Datt ég úr sambandi á einhverjum tímapunkti? • Af hverju? Og ef það gerist er um að gera að snúa örlítið til baka og finna þann stað þar sem athyglin byrjaði að flökta. Ef þú tekur þessa æfingu alvarlega (með bros á vör) muntu læra ótalmargt nýtt um þig og lestrartækni þína! Gangi þér vel! Veldu aðra hvora greinina á blaðsíðum 108–110 og æfðu þig í að nota þessa lestraráætlun. Til að kanna hvernig efni greinarinnar komst til skila eru hér ýmis verkefni sem tengjast henni. Mundu að æfingin skapar meistarann – svona meðvitaður lestur er ekki nauðsynlegur þegar þú ert að lesa bók þér til skemmtunar en hann er mjög gagnlegur þegar þú aflar þér þekkingar! Þú ert kennarinn og það er próf framundan! Nú setur þú þig í spor kennarans. Semdu fimm spurningar um efni greinarinnar sem þú valdir sem reyna á skilninginn og taka á aðalatriðum textans. Settu spurningarnar upp eins og verkefnablað fyrir nemendur og hafðu: • tvær til þrjár spurningar með fjórum svarmöguleikum (t.d. krossaspurningar) • tvær spurningar með já/nei eða rétt/rangt svarmöguleika • eina opna spurningu (þar sem þarf að skrifa svarið við) • eina opna spurningu með tengimöguleikum (þar sem viðeigandi þættir eru tengdir saman með striki á milli) • eina erfiða spurningu sem reynir mjög á athyglisgáfu bekkjarfélaga þinna Mundu að láta þessar upplýsingar koma fram á verkefnablaðinu: • heiti greinarinnar • úr hvaða bók eða tímariti greinin er tekin Skilaðu eintaki af spurningunum og öðru eintaki með svörunum við þeim og fáðu kennarann til að leggja þínar spurningar fyrir bekkinn. 1.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=