Kveikjur

106 â Forlestur – skoðaðu fyrirsögn greinarinnar, myndir, myndatexta og millifyrirsagnir og undirbúðu lesturinn vel: a) Hvað veistu um efnið nú þegar? b) Hvað finnst þér spennandi við efnið? En óspennandi? c) Hvað viltu læra meira um efnið? d) Um hvað heldur þú að textinn fjalli? Spjallaðu um það við bekkjarfélaga. e) Skimaðu textann og skráðu niður helstu lykilorð – gerðu jafnvel einfalt hugarkort með bekkjarfélaga. Ekki gagnrýna eigin hugmyndir eða tengingar á þessu stigi málsins – hér gildir að láta allar hugmyndir flakka, líka þær sem gætu hugsanlega, mögulega kannski hljómað kjánalega eða heimskulega … svoleiðis síast út seinna meir. â Lestur – fylgstu með eigin frammistöðu, ekki lesa bara greinina og segja: Ég er búin(n)! Á meðan þú lest: Skil ég efni greinarinnar? Að lestri loknum: Þarf ég að lesa greinina aftur? Lesa upphátt? Punkta niður? Fletta upp orðum sem ég skil ekki? a) Gerðu hlé á lestrinum til að ræða við félaga og bera saman bækur. b) Hvaða spurningar vakna? c) Skiljum við efni greinarinnar á sama hátt? d) Hvað er mikilvægt í textanum og hvað skiptir minna máli? Af hverju? e) Lestu hluta af textanum í huganum og endursegðu bekkjarfélaga efni hans. â Eftirlestur – njóttu stuðnings frá bekkjarfélögum að lestri loknum. Að ræða málin og bera saman bækur sínar er ómetanlegt verkfæri: a) Spyrjið hvert annað út úr efni greinarinnar. b) Gerið hugarkort í sameiningu eftir lesturinn. c) Skiptið hugarkortagerðinni á milli ykkar, notið helstu lykilorð og skiptist svo á að leiðbeina og útskýra ykkar kort fyrir hinum. d) Ræðið samantekt í lokin: Hvað erum við búin að læra um efnið? Er einhverjum spurningum ósvarað? Hvaða nýju spurningar hafa vaknað? Viljum við vinna frekar með þær? Lykilorð gefa til kynna aðalatriði í texta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=