Kveikjur

Sögusvið Allar sögur gerast á einhverjum stað sem kallast sögusvið. Það er eðlilega misjafnt hvar og hvernig það er og fer eftir því um hvað sagan fjallar. Sögusvið nær yfir allt umhverfi sögunnar, svo sem lýsingar á náttúru og mannvirkjum (t.d. húsum), ytri tíma (tíminn sem sagan gerist á, t.d. í seinni heimstyrjöldinni, árið 2000 eða í framtíðinni), árstíð, veður, birtu, liti, lykt, hljóð, tísku og allt sem hefur áhrif á umhverfið. 28. Búðu til sögusvið fyrir þessar lýsingar: • Hann stóð hríðskjálfandi og tárin runnu niður vanga hans. Hvaðan kom þessi lykt? • Þau gengu hönd í hönd. Hann studdi hendinni á stafinn, hún hélt í hundaólina og sussaði á seppa. Þau áttu langa leið fyrir höndum. • Hávaðinn og birtan var yfirþyrmandi. Hvernig ætti hún að finna hann hér? • Það brakaði og brast í öllu húsinu. 29. Hér eru nokkrar myndir sem sýna möguleg sögusvið. Hvernig sögur gætu átt sér stað á þeim? 27. Hvað leynist við enda stígsins? Skapaðu þinn eigin ævintýraheim! 100

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=